Botn
- 4 dl hveiti
- 2 tsk lyftiduft
- 1/2 tsk salt
- 50 gr smjör
- 1 1/2 dl mjólk
Fylling
- 500 gr nautahakk
- 1 laukur
- 2 hvítlauksrif
- 3 msk tómatpuré
- 2 msk chillisósa
- 1 msk sojasósa
- 2 tsk chilipipar (krydd)
- 2 tsk cummin
- 2 tsk kóriander (krydd)
- 2 tsk karrý
- 1-2 tsk salt
- 2 dl vatn
Ofanlag
- 3 tómatar
- 2 dl sýrður rjómi
- 4 msk majónes
- 150 gr rifinn ostur
Hitið ofninn í 200°. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti í skál. Látið smjörið ná stofuhita, skerið það í bita og blandið því við þurrefnin. Bætið mjólkinni saman við og hrærið öllu saman í deig. Þrýstið deiginu í bökuform eða smelluform. Það þarf ekki að forbaka botninn.
Hakkið lauk og steikið ásamt nautahakki og fínt hökkuðum hvítlauk. Steikið þar til nautahakkið er ekki lengur rautt. Bætið tómatpuré, chilisósu og sojasósu á pönnuna ásamt kryddunum og vatni. Látið sjóða við vægan hita þar til vatnið er næstum horfið, ca 10-15 mínútur. Smakkið til og kryddið meira ef þarf. Setjið nautahakkið yfir botninn.
Skerið tómatana í bita og dreifið yfir nautahakkið.
Hrærið saman sýrðum rjóma, majónesi og rifnum osti og breiðið yfir tómatana.
Bakið í miðjum ofni í ca 15 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og fengið fallegan lit.
Berið fram með góðu salati, nachos, sýrðum rjóma, salsa eða guacamole.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit