Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar á 738. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar er varðar mat á viðhaldsþörf utanhúss á Skálarhlíð og áætluðum kostnaði.

Minnisblaðið er unnið að tillögu formanns bæjarráðs þar um á 736. fundi bæjarráðs. Í minnisblaðinu kemur fram að umtalsverð þörf sé á viðhaldi eignarinnar og að áætlaður kostnaður vegna þess sé tæpar 40 millj.kr.

Bæjarráð þakkar framlagt minnisblað og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna útboðsgögn vegna verkefnisins og setja verkefnið á viðhaldsáætlun komandi árs.