Í dag verða spiluð nokkur ný íslensk lög, einhver ný erlend lög og eitthvað gamalt líka.

Flytjendalistinn er ekki alveg klár þegar frétt þessi er rituð en þó er hægt að segja frá því að í þættinum munu hlustendur heyra ný lög frá eftirtöldum flytjendum:

  • Bríet og Páll Óskar
  • Iggy Pop
  • Annalísa
  • Ormar
  • Myrkvi
  • Moskvít
  • Hlynur Ben
  • ††† (Crosses)
  • Rare Americans
  • LF SYSTEM

Umsjónarmaður þáttarins er Palli litli og að hans sögn verður þátturinn eins og venjulega, mjög skemmtilegur.

Ekki missa af þættinum sem er sendur út úr studio III í Noregi klukkan 13:00 til 14:00 á FM Trölla og á trölli.is

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.