Í dag mun Palli litli senda út þáttinn Tónlistin út úr stúdíói III í Noregi.
Fyrrihluti þáttarins er eignaður tónlistarmanninum Dan Van Dango sem mun kynna nýju plötuna sína Maðurinn sem mæður ykkar mæla með.
Dan Van Dango verður svo með tónleika á Siglufirði þann 16. mars næstkomandi en nánar verður skrifað um það síðar.
Seinnihluti þáttarins verður einnig helgaður nýrri tónlist en það eru lög úr öllum áttum sem hlustendur fá að heyra.
Rétt er að taka fram að þátturinn verður í fríi sunnudaginn 11. febrúar.
Missið því ekki af glænýrri tónlist sem er spiluð á FM Trölla og á trölli.is í dag klukkan 13:00 til 14:00
Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á trolli.is, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com
Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.
Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.