Það stefnir í skemmtilegan Þjóðhátíðardag í Húnaþingi vestra á Hvammstanga en búið er að setja saman fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa.
Dagskrá á þjóðhátíðardegi
13:00 – Þjóðhátíðarmessa í Hvammstangakirkju
14:00 – Skrúðganga hefst frá Hvammstangakirkju
14:30 – Ávarp fjallkonu og hátíðarræða á svölum Félagsheimilisins
15:00 – Skemmtidagskrá sunnan við Félagsheimilið
• 10. bekkur mun vera með sölu á grilluðum pylsum, sælgæti og candyfloss
• Hoppukastalar fyrir unga sem aldna
• Teymt undir börnum á hestum
• Léttar þrautir
• Andlitsmálun
Fögnum deginum saman