Þorrablót var haldið hjá nemendum Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu á Siglufirði sl. föstudag.
Þeir nemendur sem vildu, tóku með sér þorranesti í skólann. Þá var haldinn “söngsalur”, þar sem sungin voru þorralög og einnig var kveðið t.d. Vatnsdælingastemma og Yfir kaldan eyðisand.
Nemendur og starfsfólk skemmtu sér vel.
Sjá fleiri myndir: HÉR
Mynd/Grunnskóli Fjallabyggðar