Lagt fram tilboð og verklýsing Áhættulausna ehf. á 783. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar vegna útboðs í vátryggingar hjá sveitarfélaginu fyrir 2024-2026.
Áætlaður kostnaður er kr. 2.457.000. Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar þar sem fram kemur að vátryggingar sveitarfélagsins þarf að bjóða út á EES svæðinu.
Þar var lagt til að gengið verði til samninga við Áhættulausnir ehf. sem sérhæfir sig í ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana á sviði vátrygginga og áhættugreiningar.
Samþykkt var á fundinum að fela Áhættulausnum ehf. að annast undirbúning og gerð útboðsgagna á vátryggingum fyrir hönd Fjallabyggðar samkvæmt fyrirliggjandi samningi um vátryggingaráðgjöf.