Tígrisrækjur með tælensku ívafi  (uppskrift fyrir 4)

  • um 1 kg tígrisrækjur
  • 2 paprikur (ein gul og ein rauð)
  • 100 g sykurbaunir
  • lítill púrrulaukur
  • 3 hvítlauksrif
  • 1 msk rautt karrýpaste
  • 1 – 1½ teningur af kjúklingakrafti
  • skvetta af sojasósu (smakkið til, mér finnst gott að setja góða skvettu)
  • 1-2 tsk mango chutney
  • ½ hakkað ferskt rautt chilli
  • 1 dós kókosmjólk (400 ml.)
  • 1 dós sýrður rjómi (180 g)
  • 1 tsk Sambal oelek (chillimauk)
  • 1 msk limesafi

Strimlið paprikurnar og púrrulaukinn. Steikið grænmetið á pönnu og bætið síðan öllum hráefnum, fyrir utan rækjurnar, saman við. Látið sjóða saman þar til sósan þykknar. Rétt áður en rétturinn er borinn fram er rækjunum bætt á pönnuna og látið sjóða með í ca 1-2 mínútur.

 

.

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit