Á fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar í gær var bókað:

11. 2003071 – Tillaga H-listans v. framkvæmda á árinu – Covid- 19
Lögð fram tillaga Jóns Valgeirs Baldurssonar f.h. H-listans:
“H-listinn leggur til að farið verði í að endurskoða framkvæmdaáætlun Fjallabyggðar með það í huga að forgangsraða framkvæmdafé í mörg smærri verkefni í stað stærri verkefna s.s. gervigrasvallar en það verkefni krefst mikilla fjárútláta en er ekki endilega mannaflafrekt. Það er líklegt að atvinnuleysi mun aukast í sveitarfélaginu og erfitt getur reynst fyrir skólafólk að fá vinnu í sveitarfélaginu í sumar. Því er nauðsynlegt að Fjallabyggð bregðist nú þegar við og reyni að gera allt til að auka framkvæmdir þannig að hægt verði að sporna við auknu atvinnuleysi s.s. í viðhaldi eigna sveitarfélagsins, fara í framkvæmdir sem snúa að umhverfismálum og fleira. Að nógu er að taka.
H-listinn er tilbúinn til að vinna að tillögum með meirihlutanum í þessu stóra verkefni og nýta allar leiðir til að kalla eftir tillögum um verkefni, t.d. frá nefndum og frá bæjarbúum. Þessi vinna þarf að hefjast strax.”

Meirihluti bæjarráðs hafnar tillögu H-listans og vísar í bókun við lið 3 í fundargerðinni.
Tillaga H-listans er felld með tveimur atkvæðum Helgu Helgadóttur og Nönnu Árnadóttur gegn einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar.