SSNV kallar eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra á árinu 2019. Um er að ræða nýjung í starfinu en viðurkenningin verður framvegis veitt á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra.

Viðurkenningarnar eru veittar í tveimur flokkum:

  1. Verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar.
  2. Verkefni á sviði menningar.

Viðurkenningarnar geta fallið í hlut einstaklinga, hópa, félaga, fyrirtækja eða stofnana á Norðurlandi vestra fyrir framlag sitt í ofangreindum flokkum.

Tekið er við tilnefningum til miðnættis 2. febrúar 2020 í gegnum rafrænt skráningarform. Ekki er tekið við tilnefningum með öðrum hætti.

Reglur um viðurkenningarnar er að finna hér.

Sjá einnig: ssnv.is