Þátturinn Tíu Dropar er á dagskrá FM Trölla á sunnudögum kl. 10 – 12.
Nú eru Tröllahjónin Kristín Magnea Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason komin í hellinn sinn og senda þáttinn út í þráðbeinni útsendingu frá Studio I í Syðri-Glaumbæ sem er í afskekktu dalverpi á Gran Canaria fjarri mannabyggð og amstri.
Í þættinum verður leikið að minnsta kosti eitt nýtt íslenskt jólalag, spjallað um heima og geima, uppskrift vikunnar verður á sínum stað og aldrei að vita hvað gerist fleira.
FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.
Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com
Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.