Gino (uppskrift fyrir 4-5)

  • 2 bananar
  • 4 kíví
  • 500 g jarðaber
  • 150 g hvítt súkkulaði

Meðlæti:

  • vanilluís eða rjómi

Hitið ofninn í 220°. Afhýðið banana og kíví og skerið í sneiðar. Skerið jarðaberin í sneiðar. Leggið ávextina í eldfast mót. Rífið súkkulaðið og stráið yfir. Gratínerið í ofninum í 4-5 mínútur eða þar til súkkulaðið hefur fengið stökka húð.

Berið strax fram með vanilluís eða rjóma.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit