Í vatnsveðrinu sem var um helgina en hefur nú hefur gengið niður hér á Norðanverðu landinu, urðu miklir vatnavextir í Fjallabyggð.
Trölli.is sagði frá flóðum og aurskriðum á Siglufirði í gær, það urðu einnig heilmiklir vatnavextir í Héðinsfirði og Ólafsfirði. Tjörnin yfirfylltist og tjaldvæðið fór á flot, það flæddi inn í kjallara Sundlaugarinnar og inn í Menntaskólann á Tröllaskaga.
Eins og meðfylgjandi myndir sýna var þarna allt á floti og slökkviliðið í Ólafsfirð dældi vatni fá sundlaug og leiksvæði.

Héðinsfjörður

Ólafsfjörður

Ærslabelgurinn

Slökkviliðið að störfum

Séð yfir tjaldsvæði Ólafsfjarðar í morgun, vatnið er í rénun. Mynd/Guðmundur Ingi Bjarnason
Myndir: Guðmundur Ingi Bjarnason