Þessa dagana eru Samtök atvinnulífsins með opna fundi um málefni sem varða lífskjör Íslendinga.
Tölum saman er yfirskrift fundanna og allir velkomnir.
Í gær, miðvikudag, voru fundir á Akureyri og Siglufirði, en í dag, fimmtudag, er fundur á Sauðárkróki.
Fréttamenn Trölla sóttu fundinn á Siglufirði.
Fundurinn var vel sóttur og mjög fróðlegur. Farið var yfir stöðu og horfur á vinnumarkaði, svigrúm til launahækkana og þróun efnahagsmála hérlendis og í nágrannaríkjunum síðustu ár og áratugi.
Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem starfa á grunni atvinnugreina. Yfir 2.000 fjölbreytt fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum samtakanna starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði rúmlega 100 þúsund manns.
Frétt: Gunnar Smári Helgason
Myndir: Trölli.is