September gefur út remix af laginu Here They Come eftir Tómas Welding. Lagið kom upphaflega út í apríl.
Lagið verður leikið á FM Trölla í dag,
í þættinum Tónlistin, sem er á dagskrá á sunnudögum kl. 15 – 17.
Um Tómas Welding
Tómas Welding er ungur leikstjóri sem dvaldi löngum stundum bakvið myndavélina og tók upp tónlistarmyndbönd þangað til hann ákvað sjálfur að prófa að stíga inn í rammann og fara að semja tónlist. Hann hefur nú þegar gefið út nokkur lög sem hafa verið vinsæl á streymisveitum, má þar nefna Goodbye sem hann gerði ásamt September og eins og áður kom fram, Cop Car, Go The Distance og Lifeline sem hann vann með Pálma Ragnari Ásgeirssyni úr StopWaitGo.
Um September
September er lagahöfunda- og framleiðslu teymi skipað af þeim Eyþóri Úlfari Þórissyni og Andra Þór Jónssyni og hafa þeir síðastliðin þrjú ár gefið út lög sem þeir hafa unnið ásamt þekktum íslenskum söngvurum þ.á.m. Jóni Jónssyni og Birgittu Haukdal.
Here They Come (Remix) á Spotify