Tónleikar – 1918/2018

Í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands, laugardaginn 1. desember nk. verða tónleikar á Ljóðasetri Íslands á Siglufirði.

Þar mun Þórarinn Hannesson leika eigin lög. Annars vegar lög sem hann hefur samið við ljóð sem ort voru árið 1918 og árin þar í kring.

Ljóð eftir Stefán frá Hvítadal, Davíð Stefánsson, Huldu og fleiri af okkar stórskáldum. Og hins vegar lög sem hann hefur samið á þessu ári, þau lög eru t.d. við ljóð/texta eftir Siglfirðingana Sigurð Örn Baldvinsson (Sigga Bald), Sverri Pál Erlendsson og Jón Steinar Ragnarsson.

Tónleikarnir eru kl. 15.00 laugardaginn 1. desember og standa í um klukkustund.

Enginn aðgangseyrir – Kaffi á könnunni og eitthvað sætt með.