Í þættinum Tónlistin á FM Trölla í dag verða spiluð ný lög. Notuð lög verða líka spiluð og ekki má gleyma gamla lagi dagsins.
Tónlistar- og söngkonan Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir hefur ekki setið auðum höndum undanfarnar vikur en hún hefur á þessu ári gefið út þrjú lög. Eitt þann 24. maí, annað þann 9. júní og nú í fyrradag kom svo út þriðja lagið. Þau verða öll á plötu sem Hrabbý, eins og hún er oftast kölluð, gefur út seinna á árinu.
Einnig hefur hún verið iðin við að setja inn æskuminningar sínar á Facebook sem eru opnar öllum og hægt að skoða þær inni á síðunni hennar á Facebook.
Hrabbý verður í símasambandi við þáttinn og mun segja frá áförmum sínum varðandi plötuna ásamt því að nýjasta lagið hennar verður spilað.
Galma lag dagsins verður á sínum stað eins og áður segir. Í dag er lagið síðan 1988 og er með hljómsveitinni TOTO. Reyndar var nýlega gerð og gefin út ný útgáfa af gamla laginu og hugsanlega verður nýja útgáfan spiluð að einhverju leiti, eða í heild.
Sem sagt, algjörlega óþarft að missa af þættinum Tónlistin sem er sendur út úr stúdíói III í Noregi.
FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.
Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com
Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.