Þátturinn Tónlistin verður á dagskrá FM Trölla í dag eins og marga aðra sunnudaga og verður sendur út úr stúdíói III í Noregi.
Á spilunarlista dagsins eru mest jólalög og eiga þau öll það sameiginlegt að þau eru nýlega komin út. Einnig verða spiluð lög sem flokkast ekki undir jólalög en þau eru töluvert færri en jólalögin í þætti dagsins.
Meðal flytjenda sem koma fram í dag eru Laufey og Norah Johnes saman með tvö jólalög, Måns Zelmerlöv, Mzansi Youth Choir, Tuð og Beth James ásamt fleirum, einnig með jólalög.
Lög sem ekki flokkast í jólalagaflokkinn í þætti dagsins eru með Sedona, INKI, Chloe Chadwick, Mo Mission og Smjörvi.
Þátturinn er á dagskrá klukkan 13:00 til 14:00 á FM Trölla og á trolli.is
FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.
Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á trolli.is, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com
Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.
Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.