Það er Palli litli (Páll Sigurður Björnsson) sem stjórnar þættinum og sendir út frá Stúdíói III í Noregi.
Í þættinum í dag verður nýja platan hans Dodda spiluð í heild sinni.
Doddi, sem heitir Þórður Helgi Þórðarson, mun segja frá tilurð plötunnar og hverju lagi fyrir sig.

Einnig verða spiluð nýútkomin lög, innlend og erlend en að sjálfsögðu verður kíkt líka í gömlu kassana og spilað eldra efni.

Fylgist með þættinum Tónlistin á FM Trölla og trolli.is


Á síðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is