Í þættinum Tónlistin í dag verður plötukynning. Það er hljómsveitin Senga’s Choice frá Neskaupstað sem kynnir plötuna sína Ideas and secrets. Á plötunni eru 8 lög, öll ósungin (instrumental) Höfundar laganna eru Jón Hilmar og Þorlákur Ægir.
“Palatn er um leyndarmál og hugmyndir og nöfn laganna og lögin sjálf vísa alltaf svolítið í nafnið á plötunni” segir Jón Hilmar í kynningu plötunnar en platan verður flutt í heild sinni í þættinum í dag.
Á plötunni spila eftirtaldir:
Jón Hilmar gítar,
Birgir Baldurs trommur,
Magnús Jóhann hljómborð,
Þorlákur Ægir bassi.
Platan er tekin upp í Stúdíó Síló á Stöðvarfirði.
Meðal annara flytjenda sem við heyrum spila og syngja í þættinum í dag eru:
- Brek
- David Bowie
- Jón Jónsson
- Pétur Arnar
- Adele
- Coldplay
- Jack Savoretti
- Snorri Helgason
- Band of horses
ásamt mörgum fleirum.
Fylgstu með þættinum Tónlistin á FM Trölla á sunnudögum frá kl. 15:00 – 17:00.
FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum https://trolli.is
Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á www.skip.trolli.is
Mynd af Facebooksíðu Senga’s Choice