Þátturinn Tónlistin verður sendur út í dag úr studio III í Noregi.
Það er Palli litli sem stjórnar þættinum og mun leika ný og nýleg lög ásamt því að eldri lög fá að slæðast með.
Myndin tengist fréttinni ekki beint en þó er hægt að nefna það að hún er tekin af þaki Óperuhússins í Osló. Á myndinni sést ný bygging sem er safn um listmálarann norska Edvard Munch. Og má því segja að staðsetning ljósmyndara sé táknræn þar sem ein af frægustu myndum Munchs er ópið (Scream).
En í þættinum í dag heyrum við í þessum flytjendum:
- Edgar Winter
- Scary Pocket
- Duran Duran
- Nell Bryden
- Bleonah
- Gudrid Hansdottir og Eivør
- Rag’n’Bone man
- NORR
- Mimi Webb
- BlazRoca og Egill Ólafsson
- Lukas Graham
- Simple Plan
- Scorpions
- Jethro Tull
Missið ekki af þættinum sem er sendur út klukkan 15:00 til 16:00.
FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.
Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.
Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta
Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is