Þegar Þórarinn Hannesson kom að tali við Daníel Pétur Daníelsson og bað hann um að spila með sér fjögur lög á hannyrðakvöldi Bókasafnsins á Siglufirði var það auðfengið. Þegar Daníel aftur á móti spurði út í tilefnið var það svo leynilegt að hann fékk það ekki upp úr Þórarni.

Þeir mættu síðan á hannyrðakvöldið með hljóðfærin og spiluðu saman lög sem þeir höfði flutt saman í gegnum tíðina við góðar undirtektir hannyrðakvenna.

Er flutningur stóð sem hæst leggur Þórarinn frá sér gítarinn og fer að ræða um samstarf þeirra, Tóta og Danna eða Tótmon og Danfunkel og Svilabandið eins og hann nefndi þá félaga.

Bókin um Tótmon, Danfunkel og Svilabandið

Þar sem Þórinn er mikill skrásetjari kom hann Daníel Pétri algjörlega í opna skjöldu þegar hann dregur fram bók um samstarf þeirra saman í gegnum tíðina og gefur honum.

Bókasafn Fjallabyggðar fékk einnig eintak af bókinni sem er nú þegar klár í útleigu til æstra aðdáenda þeirra félaga.

Daníel Pétur sagði að honum hafi sjaldan verið komið eins á óvart og þakkar Þórarni fyrir með orðunum: “Þú ert snillingur Tóti.”

Myndir: úr einkasafni