Nú eru 118 nemendur í Leikskóla Fjallabyggðar og stefnir í að fjöldi þeirra verði 124 í vor.

Við skólann starfa 38 starfsmenn í 35 stöðugildum.

Á 81. fundi Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar var forhönnun á endurnýjun skólalóðar Leikskóla Fjallabyggðar Leikhóla lögð fram til kynningar.

Fræðslu- og frístundanefnd fagnar fyrirhuguðum framkvæmdum við skólalóð Leikhóla sumarið 2020.

Þegar þessum áfanga lýkur hafa allar skólalóðir við Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar verið endurnýjaðar.

Teikningar verða hengdar upp á deildum Leikhóla og lagðar fram til kynningar á fundi foreldraráðs Leikskóla Fjallabyggðar.