Í Árskógarskóla eru lausar til umsóknar tvær stöður umsjónarkennara á grunnskólastigi (100% stöður).

Fjölbreytt og skemmtilegt starf sem felur m.a. í sér verkgreinakennslu. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst 2019.

Í skólanum eru 40 börn frá 9 mánaða aldri til og með miðstigi grunnskóla.

Árskógarskóli er staðsettur við þjóðveginn, í Árskógi, 12 km frá Dalvík og 34 km frá Akureyri.

Nánar um skólann á heimasíðu: dalvikurbyggd.is/arskogarskoli

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla
• Metnaður til að vinna eftir fjölbreyttum og árangursríkum kennsluaðferðum
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna í teymi
• Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
Upplýsingar gefur Jónína Garðarsdóttir skólastjóri í síma 460-4971, 899-4933.
Senda skal umsókn og ferilskrá á netfangið jonina.gardars@dalvikurbyggd.is og
verður móttaka umsókna staðfest.

Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2019