Á 243. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem haldinn var 18. október s.l. var meðal annars rætt um þá hættu sem skapast getur þegar umferðarþungi er mikill við einbreiða brú yfir Skjáfandafljót.
“Sveitarstjórn lýsir áhyggjum sínum vegna þeirrar hættu sem skapast við einbreiða brú yfir Skjálfandafljót við Goðafoss þegar umferð er sem mest á svæðinu. Sveitarstjórn óskar eftir því við Vegagerðina að hún kanni kosti þess að setja upp umferðarstýrð ljós við brúna þar sem ný tvíbreið brú er ekki væntanleg á næstu árum samkvæmt samgönguáætlun.”
“Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með að í fimm ára samgönguáætlun er gert ráð fyrir að ljúka framkvæmdum við Dettifossveg. Að gefnu tilefni leggur sveitarstjórn þunga áherslu á að staðið verði við fyrirhugaðar framkvæmdir á Bárðardalsveg vestri milli Hringvegar og Hlíðarenda þar sem gert er ráð fyrir að vegurinn verði endurgerður og lagður bundnu slitlagi á árinu 2021. Eins telur sveitarstjórn mikilvægt að áframhaldandi endurgerð Bárðardalsvegar vestri verði hraðað frá því sem fimmtán ára samgönguáætlun gerir ráð fyrir. Sveitarfélagið bendir á að malarvegir innan sveitarfélagsins kalla á gríðarlega mikið viðhald þar sem eyðilegging blasir við þeim vegna stóraukinna umferðar, þ.a.m. Fnjóskadalsvegur eystri nr. 835, Útkinnarvegur nr. 851, Sandsvegur nr. 852, Laxárdalsvegur nr. 856 o.fl. Sveitarstjórn lýsir vonbrigðum með að ekki er gert ráð fyrir nýrri tvíbreiðri brú yfir Skjálfandafljót við Goðafoss fyrr en á þriðja tímabili samgönguáætlunar 2029-2033. Þá tekur sveitarstjórn tekur undir bókun bæjarstjórnar Akureyrar frá 16. október s.l. þar sem lýst er miklum vonbrigðum með að í fimm ára samgönguáætlun sé ekki gert ráð fyrir fjármögnun uppbyggingar Akureyrarflugvallar.