Umhirða kirkjugarða á Siglufirði verður með sama hætti og síðasta sumar.
Ólafur Símon Ólafsson mun vera með „gamla garðinn“ og Guðrún Hauksdóttir mun vera með „nýja garðinn“.
Guðrún mun bjóða upp á sumarblómaþjónustu í ár líkt og undanfarin ár. Þeir sem nýta sér þjónustuna, endilega hafið samband við Gðrúnu Hauksdóttur (Gunnu Hauks) í síma 869-4441 eða sendi á hana skilaboð á facebooksíðu Kirkjugarða Siglufjarðar.
Tekið verður við pöntunum til 18. júní og mun ekki verða bætt við eftir þann tíma.




