Vegna forfalla er laus 100% staða skólaliða við Grunnskóla Fjallabyggðar – í skólahúsinu við Norðurgötu á Siglufirði.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eftir 14. ágúst nk.
Um er að ræða afleysingu yfir skólaárið með möguleika á áframhaldandi starfi.
Starfið er fjölbreytt, þar sem mikil áhersla er lögð á mannleg samskipti bæði við fullorðna og börn. Skólaliði sinnir almennum þrifum tekur á móti nemendum að morgni, sér um gæslu í frímínútum og hádegishléi, bæði úti og inni og margt fleira.
Laus er ríflega 50% staða starfsmanns í Frístund og lengda viðveru í skólahúsinu við Norðurgötu á Siglufirði. Vinnutími er frá kl. 12:00 til kl. 16:15 alla virka daga.
Starfið felst í að sinna gæslu í frímínútum og vinna að frístundastarfi barna eftir að hefðbundinni kennslu lýkur. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt í lifandi umhverfi þar sem áhersla er lögð á góð samskipti.
Umsóknum um störfin skal skilað, ásamt kynningarbréfi og ferilskrá, í tölvupósti á netfang Ásu Bjarkar Stefánsdóttur skólastjóra, asabjork@fjallaskolar.is.
Umsóknarfrestur er til og með deginum í dag, 14. ágúst 2023.
Umsækjendur þurfa að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá. Nánari upplýsingar fást hjá skólastjóra í síma 464 9150 eða 695 9998