Á morgun, mánudaginn 3. júní, mun Undralandið á FM Trölla hefjast á nýjan leik, eftir nokkurt hlé.

Þátturinn verður sendur út beint frá Ítalíu, þar sem Undralandsstjórinn, Andri Hrannar er búsettur um þessar mundir.

Vegna tímamismunar verður þátturinn á nýjum tíma, frá kl. 10 – 14 að íslenskum tíma, alla virka daga, lengri en áður, en með hádegishléi fyrir fréttir.

Hægt er að hlusta á FM Trölla um allan heim hér á vefsíðunni, undir “HLUSTA” á aðalvalmynd. Þar er hægt að velja um tvær leiðir, “HLUSTA HD” sem er fyrir góðar internet-tengingar en “SKIPA-TRÖLLI” hentar mjög vel tengingum með takmarkaðan hraða eða niðurhal.

Við bjóðum Andra velkominn í loftið aftur !

Andri Hrannar Einarsson – á Ítalíu

 

Andri Hrannar Einarsson – Undralandsstjóri