Rafmagnsleysi var á Akureyri, Eyjafirði og Tröllaskaga í ríflega tvær klst. í dag.
Rafmagnsleysið var vegna bilunar í kerfi Landsnets. Á vefsíðu Rarik segir að leyst hafi út í tengivirkinu á Rangárvöllum með þessum afleiðingum. Verið er að vinna við uppbyggingu á raforkukerfinu.
Svona víðtækt rafmagnsleysi hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á daglegt líf. En eins og sjá má á meðfylgjandi myndum létu þessir duglegu unglingar í bæjarvinnunni það ekki á sig fá og unnu við að prýða umhverfið.
Rafmagnstruflanir verða á Árskógssandi, Hauganesi, Grýtubakkahreppi að Fagraskógi, Hjalteyri og sunnan við Hjalteyri að Hólkoti fimmtudaginn 06.08.2020 frá kl 06:00 til kl 06:15 og aftur frá kl. 20:30 til kl 20:45 vegna vinnu við dreifikerfið.

