Föstudaginn 21. janúar síðastliðinn undirrituðu Sveitarfélagið Skagafjörður og Uppsteypa ehf. verksamning um uppbyggingu við Sundlaug Sauðárkróks, áfanga II.
Í verkinu felst uppsteypa á nýju laugarsvæði sunnan við núverandi sundlaug, með barnalaug, buslulaug, kennslulaug, lendingarlaug, köldum potti, ásamt tæknirými í kjallara.
Samningsupphæðin hljóðar upp á 189 milljónir króna og gerir verkáætlun ráð fyrir að verkið muni hefjast í byrjun mars næstkomandi og að því verði lokið eigi síðar en 30. október 2022.