Á síðasta fundi sínum, þann 12. janúar síðastliðinn, samþykkti sveitarstjórn Húnaþings vestra uppfærða Húsnæðisáætlun fyrir árin 2023-2032.
Húsnæðisáætlanir voru fyrst unnar á árinu 2022. Er þeim ætlað að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í hverju sveitarfélagi fyrir sig, greina framboð og eftirspurn eftir margvíslegum húsnæðisformum og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf, bæði til skemmri og lengri tíma.
Helsta breytingin á áætlun Húnaþings vestra á milli ára eru uppfærðar mannfjöldaspár en í áætlununum eru dregnar upp þrjár mismunandi sviðsmyndir með tilliti til mannfjölda: lágspá, miðspá og háspá. Íbúðaþörf er reiknuð út miðað við þær forsendur sem mannfjöldaspárnar gefa sem og þjónustuþörf.
Í áætluninni sem gefin var út árið 2022 var sett fram háspá yfir mannfjölda sem þá þótti metnaðarfull. Það er gaman frá því að segja að sú spá rættist. Mannfjöldaspár í nýju áætluninni hafa því verið uppfærðar og byggja á háspá fyrri áætlunar.
Ný húsnæðisáætlun Húnaþings vestra er aðgengileg hér.