Þann 20. febrúar var undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin í sal Menntaskólans á Tröllaskaga en það er 7. bekkur sem tekur þátt í þeirri keppni.

Markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á upplestri og vönduðum framburði. Keppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu 16. nóvember en þá hófst ræktunarhluti keppninnar, nemendur hafa verið að æfa sig síðan þá og lýkur með lokahátíð í hverju héraði í mars.

14 nemendur í 7. bekk tóku þátt í undankeppninni í gær og stóðu þau sig öll vel. Valdir voru þrír fulltrúar skólans til að taka þátt í lokakeppninni sem fer fram á Akureyri fimmtudaginn 5. mars nk. Þeir nemendur sem valdir voru eru (í stafrófsröð)

Dawid Saniewski
Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir
Kolfinna Ósk Andradóttir


Mynd: Jónína Björnsdóttir