HREiNN eða Hreinn J. Stephensen er að vinna að útgáfu að fyrstu sólóplötu sinni sem ber titilinn
“Dusty Mountains”.

Alls hafa þrír sínglar komið út stafrænt og sá fjórði á leiðinni í lok júní.
Tónlistin er nokkurskonar No Wave rokkþeytingur sem einkennir blöndu og blæ margra ólíkra tónlistarstefna

HREiNN hóf feril sinn sem gítarleikari í hljómsveitinni Hálfur Undir Sæng , ásamt fóstbróður sínum Guðna Finnssyni bassaleikara og þaðan færðu þeir sig yfir í rokk/pönk sveitina Dýrið Gengur Laust.
Eftir það var Harmonikkan fest við axlir og gerðist meðlimur hljómsveitarinnar Risaeðlunnar 1991-1996.
Myndlistin tók yfir sköpun næstu 15 árin þar til tónaflóð hófst aftur með Skosku-Sænsku hljómsveitinni Wilmacakebread .

Eðal tónlistarfólk kemur við sögu á upptökum óklekkts albúms og má m.a nefna nöfnin :
Stefan Winroth, Guðni Finnsson, Hrafna Elísa, Ívar Ragnarsson,Jóhanna Fanney Welding, Matthias Hemstock, Vinny Vamos, Óskar Guðjónsson, Hallur Ingólfsson, Guðmundur K. Höskuldsson, Arnar Geir Ómarsson, Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir, kirkjukór Norðfjarðar, Ingvar Lundberg, Fredrik Larnemo og fleiri munu bætast við .

Upptökur hafa farið fram í Stúdíó Síló á Stöðvarfirði hjá Vinny Vamos og að hluta í Studío Recordia í Svíþjóð hjá Fredrik Larnemo. Hljóðblöndun og mastering í stúdíó Nærbrók í Reykjavík hjá Ívari “Bongo” Ragnarssyni

Aðsent