Í gær var útgáfuhóf í Gránu, sem er eitt húsa Síldarminjasafns Íslands á Siglufirði.
Tilefnið var útgáfa bókar sem nefnist “Siglufjörður. Ljósmyndir / Photograps 1872-2018”. Bókin er gefin út í tilefni 100 ára kaupstaðarafmælis og 200 ára verslunarafmælis Siglufjarðar.
Höfundar bókarinnar eru starfsfólk Síldarminjasafnsins, Anita Elefsen safna- og sagnfræðingur, Steinunn María Sveinsdóttir sagnfræðingur og Örlygur Kristfinnsson fyrrum safnstjóri. Útgefandi er Síldarminjasafn Íslands.
Bókin er framlag Síldarminjasafnsins til samfélagsins.
Lesnir voru valdir kaflar úr bókinni, sagt frá tilurð hennar og vinnsluferli og sýndar myndir sem fylgja þeim köflum sem lesnir voru.
Á eftir var boðið upp á léttar veitingar. Fjöldi manns var í hófinu, sem fór vel fram.
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir