Fréttaritar Trölla.is, þau hjónin Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason dvelja hluta úr ári á Gran Canaria. Þau búa í helli sem þau eiga í Angostura gljúfri ásamt 25.000 fm landi í fjöllunum fyrir ofan bæinn Vecindario.
Í gær var sjöundi dagur í útgöngubanni hjá okkur hjónum.
Nú er liðin ein vika frá því að útgöngubannið brast á hér á Gran Canaria vegna COVID-19 faraldursins.
Nú er allt útlit fyrir að útgöngubannið verði framlengt að minnsta kosti til 12 apríl, það er þó ekki búið að staðfesta það endanlega.
Dagurinn gekk vel hjá okkur hellisbúum og fengum við loksins vatn í 30.000 lítra vatnstankinn okkar. Áttum sáralítið vatn eftir og var það farið að stressa mig allverulega upp.
Það tók allan daginn að láta renna í tankinn, vatnið fengum við frá nágranna sem er með býli fyrir ofan gljúfrið, einhver hundruð metra fyrir ofan okkur.
Segjum frekar frá vatnsmálunum í myndbandinu hér að neðan og öðru því sem við vorum að gera á sjöunda degi í útgöngubanni.
Sjá fyrri fréttir og myndbönd: HÉR