Sveitarfélagið Dalvíkurbyggð auglýsir Samkomuhúsið Ungó til leigu. Ungó er 301,5 fm að stærð og skiptist í anddyri, sal, svið, snyrtingar, kjallara ásamt starfsmannaaðstöðu.

Húsnæðið hentar vel undir fjölbreytta menningarstarfsemi, félagsstarf og salarleigu. Leigan verður á ársgrundvelli með þeim skilmálum að Leikfélagi Dalvíkur er tryggt húsnæðið vegna uppsetningar sýninga tvö tímabil að vetri.

Frekari upplýsingar um húsnæðið og ástand þess veitir umsjónarmaður fasteigna hjá Dalvíkurbyggð, netfang ingvar@dalvikurbyggd.is merkt Ungó.

Frestur til að skila inn leigutilboðum er til og með 25. mars 2019.

Tilgreina skal mánaðarlega leigugreiðslu án rafmagns og hita.

Einnig skal tilgreina eðli þeirrar starfsemi sem leigutaki hyggst bjóða uppá í húsnæðinu.

Hægt er að skila tilboðum í afgreiðslu í Ráðhúsi Dalvíkur merkt – Ungó, leigutilboð –.

Einnig er hægt að senda inn tilboð á netfangið ingvar@dalvikurbyggd.is

 

Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.