Síðastliðinn þriðjudag birti Sigga Dögg kynfræðingur þessa færslu á facebook síðunni sinni:

Typpi óskast!
Ég leita að typpi sem er til í að vera með í gerð fræðslumyndbands um smokkanotkun.
Ekki mun sjást í andlit viðkomandi, einungis svæði líkamans frá cirka nafla að lærum og svo hendurnar.
Einstaklingur fær ekki greitt fyrir þátttöku í verkefninu heldur verður fé veitt til UNICEF og UN Women.

Daginn eftir var drauma typpið fundið, eins og sjá má á þessu skjáskoti.

Sigga Dögg útskýrir málið í “podcast-i” á soundcloud síðu sinni, þar sem hægt er að hlusta á hana útskýra verkefnið. Þar skrifar hún einnig:

Ég er að gera fræðslumyndband um hvernig smokkurinn virkar. Og því vantar mig lifandi manneskju sem setur á sig smokkinn. Þetta er hluti af fræðsluátaki sem Embætti landlæknis, Háskóli Íslands og Ástráður eiga hlut að um að auka vitundarvakningu í kringum smokkinn og smokkanotkun.
Myndbandinu verður dreift í kynfræðslutilgangi og verður aðgengilegt hverjum sem það vill skoða og verður hýst á vefsíðunni www.siggadogg.com
Þátttakandi færð ekki laun fyrir þátttöku í verkefninu en peningastyrkur verður greiddur til UN Women og Unicef.

 

Frétt: Gunnar Smári Helgason
Mynd: af soundcloud síðu Siggu Daggar