Nokkuð er um að grýlukerti og snjóhengjur hafi myndast við húsþök og rennur í hitabreytingum á svæðinu í dag. Slökkvilið í Fjallabyggð varar við því að bæði getur fallið fyrirvaralítið eða fyrirvaralaust.
Eigendur húsa og fyrirtækja eru beðnir um að gefa þessu gaum og gera ráðstafanir þurfi þess, sér í lagi þar sem umferð gangandi eða akandi beint undir getur verið í hættu.
Mynd var tekin fyrr á þessu ári segir á facebooksíðu Slökkviliðs Fjallabyggðar.