Þó spáin láti lítið yfir sér, eru talsverðar breytingar í henni á milli daga segir á vefsíðu Bliku.
Nokkurn kulda er að sjá í háloftunum um helgina. Hann eykur á skýja- og skúramyndun. Hann á líka þátt í myndun lægðardrags eða smálægðar við suðurströndina á laugardag. Sú var aftur ógreinilegri í spám gærdagsins.
Helgarspáin verður endurskoðuð í dag, fimmtudag.
Fös. 4. ágúst.
Hægviðri á landinu eða sunnan gola. Þokkalega sólríkt og þurrt á Norður- og Austurlandi. Eins á Vestfjörðum. Skýjað verður og skúraleiðingar síðdegis sunnan- og einkum vestanlands. Hiti 11 til 16 stig að deginum, en allt að 18 stig norðanlands.
Lau. 5. ágúst.
Enn hægur vindur og að mestu skýjað á landinu. Lægðardragi er spáð fyrir sunnan land og með því verður dálítil væta annað slagið sunnan- og vestanlands. Eins skúraleiðingar með fjöllum norðanlands. Helst að þurrt verði á Vestfjörðum og eins sums staðar austanlands. Þar er spáð 15 til 17 stiga hita að deginum, en annars 11 til 14.
Sun. 6. ágúst.
Hæg A-átt og öllu bjartara á landinu. Lægðardragið fyrir sunnan land ætti að verða úr sögunni. Rignir suðaustanlands og á Austfjörðum. Þoka líklega á annesjum norðanlands og við Húnaflóa. Með fjöllum verða skilyrði fyrir dembur og eins á hálendinu. Hiti 11 til 17 stig, en svalt um nóttina haldist veður bjart.
Mán. 7. ágúst.
Hægviðri og víðast þurrt. Þoka með norður- og austurströndinni og þar fremur svalt. Síðdegisskúrir á Suðurlandi.
Mynd/Veðurstofa Íslands