Spáð er slæmu helgarveðri víða um land.

Það taka gular og síðar appelsínugular viðvaranir gildi á sunnudag. Hvöss norðanátt verður með mikilli úrkomu, slyddu eða snjókomu. Fólk er hvatt til að gera viðeigandi ráðstafanir, fylgjast vel með veðurspám og vera ekki á ferðinni að óþörfu meðan veðrið gengur yfir.

Mynd/vedur.is

Á laugardag:
Suðaustan 5-13 m/s á morgun og rigning með köflum eða skúrir, en sums staðar slydda á norðanverðu landinu.
Hiti 1 til 10 stig, mildast syðst.

Á sunnudag:
Gengur í norðan 18-25 m/s með snörpum vindhviðum við fjöll. Mikil slydda eða snjókoma á norðanverðu landinu, rigning með austurströndinni, en úrkomuminna sunnanlands. Hiti 0 til 7 stig, mildast austast.

Á mánudag:
Norðan 5-10 og bjartviðri sunnan- og vestanlands. Norðvestan 13-20 og snjókoma norðaustan- og austanlands framan af degi, en lægir þar og styttir upp síðdegis. Hiti kringum frostmark.

Spá gerð: 07.10.2022 10:30. Gildir til: 09.10.2022 00:00.

Mynd/skjáskot af vefmyndavél Trölla.is