Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) óska eftir að ráða verkefnastjóra til starfa. Um nýtt og spennandi verkefni er að ræða sem hefur það að markmiði að laða fjárfestingar í landshlutann til að fjölga þar störfum. Ráðið er í starfið til tveggja ára með möguleika á framlengingu.
Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar 2020.
Starfssvið
- Mat á fyrirliggjandi hugmyndum um iðnaðaruppbyggingu á Norðurlandi vestra.
- Markaðssetning landshlutans sem fýsilegs fjárfestingarkosts, þ.m.t. gerð kynningarefnis, bein markaðssetning, samskipti við fjárfesta o.fl.
- Mat og greining á innviðum.
- Gerð viðskiptaáætlana og markaðsgreininga.
- Samskipti við hagsmunaaðila.
- Koma auga á tækifæri til atvinnuskapandi fjárfestinga í landshlutanum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Haldbær þekking/reynsla af rekstri.
- Reynsla af fjárfestingum og atvinnuuppbyggingu er kostur.
- Greiningarhæfni t.d. varðandi alþjóðlega tækni- og viðskiptaþróunar.
- Þekking/reynsla af markaðsmálum.
- Reynsla af verkefnastjórnun.
- Góð almenn tölvufærni.
- Samskiptahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Sótt er um starfið í gegnum vef capacent.