Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á slæmri veðurspá fyrir sunnudag og mánudag.
Ef spáin gengur eftir þá gæti færð spillst og þá sérstaklega á fjallvegum. Búið er að gefa út gula veðurviðvörun sem að tekur gildi á Norðurlandi vestra kl.18.00 sunnudag og gildir hún til miðnættis á mánudag.
Sjá nánar: Hér
Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast vel með færð og veðri á vefsíðum Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar.