Hnúfu­bak­ur sem merkt­ur var með gervi­tungla­sendi við Hrís­ey í Eyjaf­irði þann 10. nóv­em­ber 2014 og var 110 dög­um síðar stadd­ur í Karíbahafi, er nú aft­ur kom­inn á sum­arstöðvarn­ar hér við land, var í fyrra­dag í miklu æti suður af Hauga­nesi ásamt nokkr­um öðrum.

Þetta rúm­lega 7.500 km ferðalag frá vetr­ar­stöðvun­um hingað norður tek­ur 5-6 vik­ur hvora leið, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Norður af Dóm­in­íska lýðveld­inu og Pu­erto Rico sem og við Græn­höfðaeyj­ar eru þekkt­ar æxl­un­ar­stöðvar hnúfu­baks og menn höfðu lengi grunað ís­lensku dýr­in um að fara á ann­an hvorn staðinn, en ekki hafði tek­ist að sanna þá til­gátu fyrr en þarna. Um­rædd­ur hnúfu­bak­ur mun ekki hafa sést í Eyjaf­irði í fyrra.

Mynd: Sigurður Ægisson
Af mbl.is