Hnúfubakur sem merktur var með gervitunglasendi við Hrísey í Eyjafirði þann 10. nóvember 2014 og var 110 dögum síðar staddur í Karíbahafi, er nú aftur kominn á sumarstöðvarnar hér við land, var í fyrradag í miklu æti suður af Hauganesi ásamt nokkrum öðrum.
Þetta rúmlega 7.500 km ferðalag frá vetrarstöðvunum hingað norður tekur 5-6 vikur hvora leið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Norður af Dóminíska lýðveldinu og Puerto Rico sem og við Grænhöfðaeyjar eru þekktar æxlunarstöðvar hnúfubaks og menn höfðu lengi grunað íslensku dýrin um að fara á annan hvorn staðinn, en ekki hafði tekist að sanna þá tilgátu fyrr en þarna. Umræddur hnúfubakur mun ekki hafa sést í Eyjafirði í fyrra.
Mynd: Sigurður Ægisson
Af mbl.is