Pizza með fíkjusultu, hráskinku, ruccola og parmesan

  • pizzabotn (keyptur eða heimabakaður)
  • 1/2 bolli fíkjusulta
  • maldonsalt
  • um 350 g ferskur mozzarella, skorinn í þunnar sneiðar
  • um 225 g hráskinka
  • um 350 g ruccola
  • parmesan

Hitið ofn í 250° og setjið ofnplötu í neðstu grind.

Fletjið pizzadegið út og smyrjið fíkjusultunni yfir. Stráið smá maldonsalti yfir sultuna. Leggið mozzarellasneiðar yfir og bakið pizzuna í 12-15 mínútur, eða þar til botninn er orðinn stökkur og osturinn bráðnaður. Setjið hráskinkuna strax yfir heita pizzuna og leggið síðan vel af ruccola yfir hráskinkuna. Endið á að strá parmesanosti yfir.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit