Á 620 fundi bæjarráðs Fjallabyggðar sem haldin var 17. september óskaði bæjarráð eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Kristjáns L. Möller varðandi lagfæringar á kirkjutröppum á Siglufirði og ósk um bekk við styttu af Gústa Guðsmanni.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar 10.09.2019 þar sem fram kemur að viðgerð á snjóbræðslu í kirkjutröppum líkur í október. Verið er að smíða ljós í handrið sem sett verður upp í haust. Handrið verður svo lakkað þegar veður leyfir. Bekkur við styttu af Gústa Guðsmanni var kominn á sinn stað í júlí.