Síðastliðið sumar tók FM Trölli viðtal við hjónin Skúla og Ólöfu á Tannstaðabakka í Hrútafirði.

Saman reka þau mikið kjúklingaeldi á Tannstaðabakka.

Auk þess að vinna við kjúklingabúið glímir Ólöf við Parkinsons sjúkdóminn m.a. með því að sauma vegleg bútasaumsteppi sem víða eru þekkt. Skúli er tónlistarmaður og hagleiksmaður á tré og járn, auk þess að vinna við búið.

Viðtalið, sem er á dagskrá FM Trölla á nýársdag kl. 13, tekur rúma klukkustund í flutningi og er þar margt spjallað og glatt á hjalla, enda þau hjónin afar glaðvær.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga og FM 102.5 á Hvammstanga, auk þess er hægt að hlusta á FM Trölla hér á vefnum trolli.is

Sjá eldri frétt um Ólöfu: Hér

 

Ólöf Ólafsdóttir

 

Skúli Einarsson

 

Séð inn í skemmuna þar sem kjúklingaeldið fer fram

 

Ólöf og Skúli við skemmuna á Tannstaðabakka

 

Ólöf með eitt af bútasaumsteppunum sínum

 

Skúli að skemmta ásamt dóttur þeirra Ólafar