Fréttatilkynning

Vildarvinir Siglufjarðar boða til móttöku í Síldarminjasafninu 10. júní kl 17:00 

Vildarvinir Siglufjarðar boða til móttöku í Roaldsbakka 10. júní 2022 kl. 17:00.  Þar mun verða afhent gjöf frá Vildarvinum til Síldarminjasafnsins og einnig afhending styrkja til þriggja máttarstólpa í siglfirsku menningarlífi.

  1. Gjöf til Síldarminjasafnsins:

Síldarminjasafninu var afhent til varðveislu allt kvikmyndaefni sem safnaðist við gerð sjónvarpsþáttanna „Siglufjörður – saga bæjar“.  Í kjölfar afhendingu gjafarinnar fóru að berast fyrirspurnir hvernig og hvar væri unnt að skoða allt það myndefni.  Þá var ljóst að þörf var á að bæta við gjöfina svo aðgengi að efninu yrði með þeim hætti að sómi væri af.  

Vildarvinir Siglufjarðar hafa því ákveðið að gefa Síldarminjasafninu búnað til að vista efnið auk hugbúnaðar til að einfalda allt utanumhald og birtingu myndefnisins. 

  1. Slit Vildarvina – afhending styrkja til þriggja máttarstólpa í siglfirsku menningarlífi.

Samkvæmt samþykktum Vildarvina, skal öllum fjármunum félagsins varið til menningar- og ferðatengdrar starfsemi á Siglufirði komi til slita þess.  Á síðasta aðalfundi Vildarvina sem haldinn var í september sl. var ákveðið að slíta félaginu.  Það var mat aðalfundur félagsins að lítil sem engin verkefni séu í komandi framtíð fyrir félagið og upprunalegum markmiðum hafi í raun verið náð.

Á aðalfundi félagsins var því kosinn þriggja manna nefnd sem var falið það verkefni að koma með tillögur að ráðstöfun fjármuna félagsins byggt á samþykktum félagsins.  Í þessari nefnd voru Ólafur Nilsson, Þorsteinn Pétursson og Valtýr Sigurðsson.  Nefndin skilaði inn rökstuddum tillögum til stjórnar félagsins sem voru samþykktar og mun afhending styrkjanna fara fram við sama tækifæri. 

Við hvetjum þá sem áhuga hafa að koma og vera viðstaddir afhendinguna