Vildarvinir Siglufjarðar og Siglfirðingafélagið voru með opið hús í Síldarminjasafninu föstudaginn 31. júlí.
Tilefnið var að lokið var við uppfærslu á öllu því myndefni sem fylgja átti afmælisgjöf félaganna til Fjallabyggðar og Síldarminjasafnsins í tilefni 100 ára kaupstaðarafmælis Siglufjarðar 20. maí 2018.
Mikið efni hefur bæst við í safnið frá þeim tíma og skal þar fyrst nefna sjónvarpsþættina Siglufjörður – saga bæjar, kvikmyndaefni frá afkomendum Helga Sveinssonar og þættir N4 um Göng á Tröllaskaga.
Að lokinni kynningu og afhendingu gjafarinnar til forseta bæjarstjórnar Ingibjargar Guðlaugar Jónsdóttur og safnstjórans Anitu Elefsen var SSS færð afmælisgjöf í tilefni 100 ára afmælis félagsins en hún er allt að 200 minnislyklar með sjónvarpsþáttunum “Siglufjörður-saga bæjar” sem þeir munu selja á næstu misserum til að fjármagna lokaáfanga töfrateppisins í Siglufjarðarskarði.
Hægt er að smella á myndir til að sjá þær stærri
Helgi Magnússon og Bjarni Þorgeirsson Sómahjónin Gunnar Trausti og Halldóra Jónasdóttir Anita Elefsen, Birgir Gunnarsson og Guðmundur Stefán Jónsson Gestir Valtýr Sigurðsson og Bjarni Þorgeirsson Helgi Magnússon með afastráknum, Helga Magnússyni Örlygur Kristfinnsson, Anita Elefsen og Njörður Jóhannsson Jónas Skúlason, Guðmundur Stefán Jónsson og Jón Garðar Steingrímsson Hafi þeir Jónas Skúlason, Gunnar Trausti, Árni Jörgensen og Guðmundur Stefán Jónsson þökk fyrir ómetanlegt starf í þágu Siglfirðinga Guðmundur Stefán Jónsson og Jóhann Már Sigurbjörnsson Guðmundur Skarphéðinsson og Rakel Björnsdóttir Anita Elefsen, Guðmundur Stefán Jónsson og Ingibjörg Jónsdóttir
Að lokum veittu Vildarvinir Golfklúbbi Siglufjarðar 100 þúsund krónu styrk til eflingar barna- og unglingastarfs félagsins en GKS varð 50 ára þann 19. júlí sl.
Vildarvinir vildu koma á framfæri þökkum til allra sem greiddu götu þáttargerðarfólks RÚV við gerð þáttanna auk allra þeirra fjölmörgu viðmælenda sem komu fram í þáttunum.
Á forsíðumynd eru þeir fyrir hönd Vildarvina Siglufjarðar og Siglfirðingafélagsins, Jónas Skúlason, Gunnar Trausti, Árni Jörgensen og Guðmundur Stefán Jónsson.
Myndir: Rakel Björnsdóttir