Vinnuhópur um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina NEON lagði könnun fyrir unglinga í 7. til 9. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar á síðasta ári.
Meginniðurstaða könnunarinnar var ótvíræð um að mikill meirihluti unglinga vildi að framtíðar félagsmiðstöð yrði staðsett á Siglufirði.
Unglingarnir vilja að NEON verði áfram á Siglufirði
Lögð voru fram drög að kaupsamningi vegna annarrar hæðar fasteignarinnar Suðurgötu 4, Siglufirði á 201. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar sem ætluð er undir starfssemi félagsmiðstöðvarinnar NEON.
Einnig eru lögð fram á fundinum drög að eignaskiptasamningi vegna sömu eignar.
Auglýsa eftir húsnæði á Siglufirði fyrir NEON
Bæjarráð samþykkti drögin með tveimur atkvæðum og felur bæjarstjóra að undirrita framlögð skjöl fyrir hönd sveitarfélagsins.
Nanna Árnadóttir I-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.
Til máls á fundinum tóku þau Nanna Árnadóttir, Helgi Jóhannsson, Ingibjörg G. Jónsdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.
Nanna Árnadóttir I-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
“Ég Nanna Árnadóttir kjörin fulltrúi I-listans Betri Fjallabyggð geri grein fyrir afstöðu minni með þessari bókun. Ég taldi það betri kost að kaupa Arion banka húsið á Ólafsfirði undir félagsmiðstöð. Einnig hefði verið hægt að nýta það hús fyrir aðra starfsemi á vegum Fjallabyggðar s.s fyrir bókasafn, upplýsingamiðstöð, skrifstofur og geymslur. Þar sem brýnt er að finna fyrir greindri starfsemi húsnæði mun ég hvorki vera með né á móti þessari ákvörðun”.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs. Nanna Árnadóttir I-lista sat hjá.
NEON í nýtt húsnæði á Siglufirði